Viltu gefa góða gjöf? Besta gjöfin er frábær upplifun.
KFUM og KFUK hafa til sölu gjafabréf í sumarbúðir félagsins á Hólavatni, í Kaldárseli, Vatnaskógi, Vindáshlíð og í Ölveri.
Þú ræður sjálf/ur hversu há upphæð gjafabréfsins er. Upphæð gjafabréfsins gengur síðan upp í dvöl í sumarbúðunum og gildir gjafabréfið í þrjú ár frá útgáfudegi.
Dvöl í sumarbúðunum er einstök upplifun. Þar fá krakkar og unglingar tækifæri til að skemmta sér í náttúrunni, leika sér, stunda íþróttir, eignast góða vini, læra um Guð, þroska hæfileika sína og umfram allt eiga góðar stundir.

Hvernig virka gjafabréf?

Gjafabréfin gilda sem inneign fyrir dvalargjaldi í sumardvöl í viðkomandi sumarbúðum. Þú ræður sjálf/ur upphæðinni. Þannig getur þú annað hvort gefið gjafabréf fyrir fullu dvalargjaldi eða bara fyrir hluta þess.
Einnig tilvalið í feðgaflokka, feðginaflokka, Vatnaskógar og mæðginaflokka í Vindáshlíð og Ölver

Hvar kaupi ég gjafabréf?

Gjafabréfin fást í Þjónustumiðstöðvum KFUM og KFUK á Holtavegi 28 í Reykjavík og í Sunnuhlíð, Akureyri.
Einnig er hægt að panta gjafabréfin í síma 588 8899 og eru þau þá send í póst næsta dag.