Á morgun, laugardag, fara yngri deildir KFUM og KFUK á Norðurlandi í sína árlegu dagsferð á Hólavatn. Um 40 krakkar eru skráðir í ferðina og koma þau frá Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri. Meðal þess sem verður í boði fyrir utan fræðslu og söng eru bátsferðir, útileikir, föndur, borðtennis og fleira. Yfirskrift vorferðarinnar er að þessu sinni „Elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Brottför er frá Ólafsfjarðarkirkju kl. 9.00, frá Dalvíkurkirkju kl. 9.20 og frá Sunnuhlíð á Akureyri kl. 10.00. Áætluð heimkoma er í Sunnuhlíð kl. 20.30, á Dalvík kl. 21.00 og í Ólafsfirði kl. 21.20. Mótsgjald er kr. 3.000 og greiðist við br0ttför. Mikilvægt er að muna eftir hlýjum og góðum útifatnaði og góðum skóm til útiveru. Allari nánari upplýsingar um ferðina veitir Jóhann Þorsteinsson í síma 699-4115 eða í tölvupósti. johann(hja)kfum.is