Á sjónvarpsstöðinni N4 á Akureyri birtist í gær viðtal við Jóhann Þorsteinsson, sviðsstjóra æskulýðssviðs KFUM og KFUK og ritara Hólavatnsstjórnar. Viðtalið var birt í þættinum Að norðan en þátturinn var frumsýndur í gær kl. 18.00 og er endurtekinn í sólarhring á klukkutíma fresti. Viðtalið er um 10 mínútna langt og er að finna í því ýmsar upplýsingar sem eiga líka við um aðrar sumarbúðir KFUM og KFUK, meðal annars um starfsmannamál, öryggi barna í sumarbúðum, dagskrártilboð og fleira. Hægt er að sjá viðtalið hér að ofan.