Þá heldur fjörið áfram á Hólavatni. Í gærkvöld var kvölvaka eins og venja er. Þá fengu tvö af fimm herbergjum að vera með atriði auk þess sem söng og leikhópur sem æft höfðu fyrr um daginn sýndu afrakstur hópastarfsins. Eftir hugleiðingu var svo kveikt bál niðri við vatnið og allar stelpurnar fengu að grilla sykurpúða. Stelpurnar voru svo fljótar að sofna og sváfu flestar vært þar til vakið var kl. 9 í morgun. Að loknum biblíulestri morgunsisns gafst kostur á að fara út á bát og einhverjar spreyttu sig á vatnakúlunni góðu. Eftir hádegismat var svo farið í heimsókn á sveitabæinn Vatnsenda sem er í göngufæri héðan. Nú fer að líða kaffi þar sem haldið verður upp á afmæli einnar stúlkunnar í flokknum. Eftir kaffi verður svo aftur skipt í hópa. Í fyrramálið förum við svo í kirkju þar sem við verðum með okkar eigin guðsþjónustu þar sem hóparnir taka virkan þátt. Í kvöld er svo kvöldvaka og hæfileikasýning. Veðrið hefur verið nokkuð gott, milt og bjart. Í gær var þurrt allan daginn en í dag hafa komið nokkrir dropar úr lofti. Allar stelpurnar virðast una sér vel eru sáttar og glaðar.

Því miður höfum við ekki náð að setja inn neinar myndir. Það er einungis vegna þess að netið hér er svo hægt. Sennilega koma myndirnar allar inn á föstudaginn.

Bestu kveðjur frá Hólavatni
Helga Vilborg forstöðukona