Norðlenski fréttamiðillinn N4 tók í vikunni viðtal við Jóhann Þorsteinsson, sviðsstjóra æskulýðssviðs um sumarið á Hólavatni og þá flokka sem þar eru í boði í sumar. Það er alltaf ánægjulegt þegar færi gefst á að kynna okkar dýrmæta og mikilvæga starf í fjölmiðlum því að þó svo að búið sé að skrá vel yfir 2000 börn í sumarbúðir KFUM og KFUK og á leikjanámskeið fyrir sumarið þá er ennþá pláss fyrir fleiri börn. Við minnum á að skráning í sumarbúðirnar og á leikjanámskeið er enn í fullum gangi og er hægt að skrá í gegnum vefinn á http://sumarfjor.is eða með því að hringja í síma 588-8899 milli kl. 9 og 17 alla virka daga.

Viðtalið á N4 má skoða með því að smella hér.