Mánudaginn 9. mars fóru 27 stelpur úr yngri deild KFUK á Akureyri í óvissuferð sem endaði á Flugsafni Íslands. Þar tók Svanbjörn Sigurðsson framkvæmdastjóri á móti hópnum og fræddi hann okkur um ýmislegt tengt íslenskri flugsögu. Sérstaklega fannst stelpunum gaman að kíkja inn í stjórnklefa Gullfaxa sem var fyrsta þota íslendinga og svo var líka spennandi að labba undir stóru vélarnar. Þá voru nokkrar glöggar stelpur sem þekktu Beaver vél Arngríms Jóhannssonar sem snertilenti á Hólavatni á kaffisölu í ágúst síðastliðnum.
Nokkrar myndir voru teknar í heimsókninni og er hægt að skoða þær með því að smella
HÉR