Sumarbúðirnar á Hólavatni bjóða upp á fermingarnámskeið í ágúst og september fyrir kirkjur. Á námskeiðunum er boðið upp á vandaða dagskrá fyrir þátttakendur sem er í höndum starfsfólks Hólavatns og presti viðkomandi kirkju. Lögð er áhersla á samveru og lærdóm í gegnum leik og spilar umhverfi Hólavatns og aðstaða stórt hlutverk. Um eitt hundrað fermingarbörn koma á hverju ári á Hólavatn og njóta fræðslunnar og staðarins á fermingarárinu sínu.