Sumarbúðablað KFUM og KFUK

Sumarbúðablað KFUM og KFUK með upplýsingum um dvalarflokka sumarið 2018 er komið út. Skráning í sumarbúðir félagsins hefst fimmtudaginn 1. mars kl. 13:00 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg í Reykjavík og á vefnum á www.sumarfjor.is.

Hægt er að sækja blaðið á pdf-formi á slóðinni http://www.kfum.is/wp-content/uploads/2018/02/Sumarbúðablað_small.pdf.

Halda áfram að lesa: Sumarbúðablað KFUM og KFUK

Spennandi sumarvinna hjá KFUM og KFUK

Á hverju ári ræður KFUM og KFUK á Íslandi mikinn fjölda sumarstarfsfólks til starfa í sumarbúðum og á leikjanámskeiðum félagsins. Um er að ræða spennandi, gefandi og umfram allt fjölbreytt störf í Kaldárseli, Ölveri, Vatnaskógi, Vindáshlíð og á Hólavatni, ásamt leikjanámskeiðum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ.

Umsóknarfrestur er til 1. mars næstkomandi með rafrænum umsóknareyðublöðum sem hægt er að nálgast hér fyrir neðan.

Öllum er frjálst að sækja um. Þeir sem sækja um þurfa að skrifa undir að þeir samþykki að það megi óska eftir fullu sakavottorði þeirra hjá sakaskrá ríkisins. Það er skilyrði fyrir ráðningu að umsækjandi samþykki það. Þegar valið stendur á milli tveggja jafn hæfra einstaklinga, nýtur sá forgangs sem tekur virkan þátt sem leiðtogi í vetrarstarfi KFUM og KFUK.

Þeir umsækjendur sem fá vinnu samþykkja að sækja námskeið fyrir starfsfólk sumarbúða. Námskeiðin eru nauðsynleg forsenda þess að starfa í sumarbúðum KFUM og KFUK. Fyrir þá sem hafa áður starfað í sumarbúðum KFUM og KFUK er mikilvægt að sækja slík námskeið árlega.

Nánari upplýsingar má fá hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK, Holtavegi 28, Reykjavík í síma 588-8899.

Athugið: Umsækjendur sem sækja um starf hjá fleirum en einum sumarbúðum þurfa að fylla sérstaklega út umsóknareyðublað fyrir hverjar og einar sumarbúðir (og leikjanámskeið) sem þeir sækja um starf hjá.

Rafræn umsóknareyðublöð:

 

Nú fer að koma að því! – Kvöldvaka sumarbúðanna

Kvöldvaka sumarbúðanna verður haldin í annað sinn þann 18. ágúst. Fjörið byrjar klukkan 19:00 á grasinu fyrir aftan Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Hoppukastalar, útileikir og andlitsmálning verða í boði að kostnaðarlausu. Sjoppan verður að sjálfsögðu opin og þar verða seldar pulsur, gos, candyfloss og fleira gotterí. Klukkan 20:00 hefst kvöldvakan sjálf, sem mun eiga sér stað á stóru útisviði. Um er að ræða hefðbundna sumarbúðarkvöldvöku eins og við kunnum best að gera.

Við bjóðum alla velkomna og sérstaklega viljum við bjóða börnum sem hafa komið til okkar í sumarbúðir og fjölskyldum þeirra.

Frumkvöðlaflokkur hafinn

Í morgun kl. 9.00 lögðu af stað frá Akureyri 24 frumkvöðlar í þriggja daga flokk á Hólavatni. Um er að ræða 7-9 ára stráka og stelpur sem mörg eru að stíga sín fyrstu skref sem Hólvetningar. Þessi fyrsti flokkur sumarsins er frábrugðinn öðrum flokkum þar sem hann er styttri og endar með því að foreldrar og systkini koma í heimsókn á laugardag kl. 11 og eftir sameiginlega dagskrá fara börnin svo heim með foreldrum sínum. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd var fallegt við Hólavatn í morgun en þó er útlit fyrir frekar kalt sumarveður þessa fyrstu daga en vonandi verður þurrt og hægur vindur.

Fullbókað er í annan og þriðja flokk sumarsins og þegar eru komin börn á biðlista. Eitthvað er þó laust í flokka síðar í sumar en skráning er almennt góð og útlit fyrir að næstum fullt verði í flesta flokka sumarsins. Ennþá er hægt að skrá inn á www.sumarfjor.is og viljum við sérstaklega minna á samstarf við Mæðrastyrksnefnd Akureyrar um stuðning við börn frá efnaminni fjölskyldum en þeir sem vilja kynna sér það frekar geta hringt á skrifstofu félagsins í síma 5888899.

Sumarvinna hjá KFUM og KFUK 2017

Á hverju ári ræður KFUM og KFUK á Íslandi mikinn fjölda sumarstarfsfólks til starfa í sumarbúðum og á leikjanámskeiðum félagsins. Um er að ræða spennandi, gefandi og umfram allt fjölbreytt störf í Kaldárseli, Ölveri, Vatnaskógi, Vindáshlíð og á Hólavatni, ásamt leikjanámskeiðum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ.

Umsóknarfrestur er til 1. mars næstkomandi með rafrænum umsóknareyðublöðum sem hægt er að nálgast hér fyrir neðan.

Öllum er frjálst að sækja um. Þeir sem sækja um þurfa að skrifa undir að þeir samþykki að það megi óska eftir fullu sakavottorði þeirra hjá sakaskrá ríkisins. Það er skilyrði fyrir ráðningu að umsækjandi samþykki það. Þegar valið stendur á milli tveggja jafn hæfra einstaklinga, nýtur sá forgangs sem tekur virkan þátt sem leiðtogi í vetrarstarfi KFUM og KFUK.

Þeir umsækjendur sem fá vinnu samþykkja að sækja námskeið fyrir starfsfólk sumarbúða. Námskeiðin eru nauðsynleg forsenda þess að starfa í sumarbúðum KFUM og KFUK. Fyrir þá sem hafa áður starfað í sumarbúðum KFUM og KFUK er mikilvægt að sækja slík námskeið árlega.

Nánari upplýsingar má fá hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK, Holtavegi 28, Reykjavík í síma 588-8899.

Athugið: Umsækjendur sem sækja um starf hjá fleirum en einum sumarbúðum þurfa að fylla sérstaklega út umsóknareyðublað fyrir hverjar og einar sumarbúðir (og leikjanámskeið) sem þeir sækja um starf hjá.

Rafræn umsóknareyðublöð:

Hólavatn 4. flokkur: Dagur að kveldi kominn.

Þá er enn einn dýrðardagurinn hér á Hólavatni að kveldi kominn og ekki annað hægt að segja en að veðrið hafi leikið við okkur í dag. Drengirnir voru vaktir klukkan 8: 30 og voru flestir enn þá sofandi fyrir utan örfáa árrisula drengi, sem byrjuðu daginn snemma og lásu Andrésblöð og Syrpur upp í rúmi. Morgunstund var að venju eftir fánahyllingu og í dag var fjallað um Biblíuna og hvers virði hún gæti verið okkur. Eftir morgunstund var margt skemmtilegt í boði m.a. var drengjunum boðið að veltast um á vatninu í uppblásinni kúlu, margir fóru á bát og enn fleiri fóru í ævintýragönguferð í skóginum. Í hádeginu var matur að allra skapi, pizzur, og átu allir fylli sína og gott betur. Eftir hádegismat var körfuboltamót sem margir tóku þátt í og eftir síðdegishressingu var báta – og vatnafjör og nýttu flestir drengjanna tækifæri til þess að synda í vatninu. Að sjálfsögðu var mikið annað spennandi í boði eins og fótboltaspilsmót, perlumaraþon, borðtennis, hjólabílarallý o.fl. Eftir kvöldvöku vorum við með varðeld í fjörunni og kvöldhressingu kl. 22 var háttatími og flestir sofnaðir upp úr 22:30, enda allir drengirnir orðnir þreyttir eftir viðburðaríkan dag.

Myndir úr flokknum eru hér. 

Jón Ómar Gunnarsson

4. flokkur: Fyrstu dagarnir á Hólavatni

Á mánudaginn komu 35 hressir og fjörugir dregnir á Hólavatn fullir tilhlökkunar. Það var ljóst við brottför að þessum drengjum langaði á báta og vildu veiða, enda hafa foringjarnir leyst mjög margar flækjur :-). Þegar komið var á Hólavatn hófst flokkurinn á kynningu á reglum staðarins og bátareglum sem mikilvægt er að fylgja, að því loknu fór allur flokkurinn upp í laut þar sem farið var í hópleiki til þess að hrista hópinn saman og kynnast betur. Eftir lautarferðina var hádegismatur og snæddu drengirnir skyr og brauð. Eftir hádegismat var boðið upp á báta og lætur nærri að allir drengirnar hafi farið á bát og létu þeir rigninuna ekki á sig fá, einnig var boðið upp á fótbolta og gönguferð. Við horfðum að sjálfsögðu á leikinn á risatjaldi í salnum og var mikill tilfinningahiti í drengjunum sem fögnuðu ákaft sigri Íslands. Um kvöldið var kvöldvaka þar sem að foringjar drengjanna sýndu leikrit og voru með skemmtiatriði. Deginum lauk með ávaxtahressingu og voru flestir drengirnir sofnaðir um kl. 22:30.

 

Á þriðjudaginn lék veðrið ekki beint við okkur hér var kalt og blautt, en það rigndi frá morgni til kvölds. Drengirnir voru vaktir kl. 8:30 úthvíldir og fullir orku. Við hófum daginn með morgunbæn og síðan var morgunmatur og var að venju boðið upp á hafrahringi, kornflögur og súrmjólk. Á morgunstund fjallaði Guðmundur forstöðumaður um sköpun Guðs og mikilvægi þess að við sýnum henni virðingu. Eftir morgunstund var aðsjálfsögðu boðið upp á báta og einnig var þeim sem vildu boðið að fara með foringja í veiðiferð út á vatn og þáðu það um 20 drengir. Í hádeginu var boðið upp á fisk og grænmeti. Eftir hádegismat var margt spennandi í boði bæði inni og úti að venju var farið á báta og einnig var minifótboltaspilsmót, sem um 24 drengir tóku þátt í. Eftir síðdegishressingu var farið í sveitaferð til vina Hólavatns á Vatnsenda þar fengu drengirnir að skoða fjósið og kynnast örlítið sveitalífinu. Við borðum pasta í kvöldmat og grilluðum „smores“ að hætti Bandaríkjamanna.

Í dag er nýr dýrðardagur á Hólavatni og lofar veðrið góðu það er sól og 14 stiga hiti og verður ýmislegt brallað!

Hér má sjá myndir úr flokknum.

Jón Ómar Gunnarsson