Frábær skráning hefur verið í sumarbúðir KFUM og KFUK og eru 11 flokkar þegar fullbókaðir og margir aðrir að fyllast. Skráningin er í fullum gangi og um að gera að hringja strax til að tryggja barninu þínu frábæra skemmtun í sumar.
Eftirfarandi flokkar eru fullbókaðir og verið er að skrá á biðlista:
Hólavatn: 3. flokkur
Vatnaskógur: 2. 3. og 4. flokkur
Vindáshlíð: 2. 3. 5. 6. og 8. flokkur
Ölver: 5. og 8. flokkur