Framkvæmdir við nýjan 210 fm svefnskála hófust við Hólavatn í síðustu viku. Talsvert verk var að grafa grunninn og voru um 800 rúmmetrar af efni teknir úr holunni eða um 60 vörubílsfarmar. Sem betur fer þurfti ekki að fara langt með efnið og var það notað til að breikka heimreiðina. Um 100 rúmmetrar af möl voru svo keyrðir í holuna og fengum við hana hjá góðum nágrönnum á Vatnsenda. Í síðustu viku hófst jafnframt framleiðsla á forsteyptum einingum hjá Loftorku á Akureyri og fer sá hluti verksins vel af stað. Í þessari viku stendur til að steypa undirstöður fyrir veggeiningarnar og slá upp fyrir kökur sem steyptar verða um leið og veggeiningarnar hafa verið reistar. Vinnuflokkar verða á uppstigningardag og á laugardaginn og geta áhugasamir haft samband við johann(hjá)kfum.is.

Myndir frá framkvæmdum má skoða hér.