Í dag fór 5. flokkur á Hólavatn en hann er skipaður 7-11 ára drengjum. Í síðustu viku voru tæplega 30 stelpur á sama aldri í 4. flokk og voru þær einstaklega heppnar með veður alla dagana. Myndir úr þeim flokki má
sjá hér á heimasíðunni. Við biðjumst velvirðingar á því að myndir úr 4. flokk voru ekki komnar inn fyrr en því miður er ekki boðið upp á háhraða internettengingu í innanverðri Eyjafjarðarsveit og því þarf að flytja allar myndir fyrst til Akureyrar áður en þær eru birtar á netinu.
Drengirnir sem fóru í morgun eru búnir að njóta blíðunnar í dag. Bátsferðir, busl og baðstrandarlíf með tilheyrandi stíflugerð og sandmokstri. Ef eitthvað er að marka veðurspá verða þeir líka lánsamir með veðrið í þessari viku og gott til þess að vita að á Hólavatni er nóg til af sólarvörn.