Síðustu vikurnar hafa framkvæmdir við nýbyggingu á Hólavatni haldið áfram eftir hlé sem gert var á meðan að börnin dvöldu í sumarbúðunum. Búið er að steypa botnplötuna innan í húsið og ganga frá dren- og frárennslislögnum. Helgina 11.-13. september er svo stefnt að því að reisa efri hæð hússins ásamt loftaplötum sem koma á milli hæða. Í framhaldi af því þarf svo að járnabinda milliplötuna og steypa hana og hefjast handa við að reisa þaksperrur og fleira. Alltaf er þörf fyrir fúsar hendur og eru áhugasamir hvattir til að setja sig í samband við Jóhann Þorsteinsson á Akureyri (
johann@kfum.is).
Myndir af nýju botnplötunni má
skoða hér
.