Þórey Sigurðardóttir, félagskona á Akureyri, er látin 85 ára að aldri. Þórey var fyrr á þessu ári gerð að heiðursfélaga KFUM og KFUK á Íslandi en hún var ráðskona á Hólavatni í 30 ár frá 1966-1996. Þá var Þórey jafnframt forstöðukona í stúlknaflokkum um langt árabil og tók virkan þátt í starfi félagsins á Akureyri en þátttaka hennar var alltaf sveipuð ljóma þakklætis og lofgjörðar til Guðs sem allt gefur. Við færum Guði lof fyrir líf og starf Þóreyjar og biðjum góðan Guð að blessa minningu hennar.