Síðastliðinn fimmtudag, uppstigningadag, var reisugildi á Hólavatni og því fagnað að allar sperrur í þakvirki hússins höfðu verið reistar. 13 manna vinnuflokkur vann allan daginn og tókst að ljúka frábæru dagsverki. Nú eru allir gluggar komnir í, búið er að draga rafmagn í neðri hæð og eins og fyrr segir eru sperrur komnar á sinn stað. Sr. Helgi Hróbjartsson, starfandi prestur í Glerárkirkju, flutti hugvekju og bæn í tilefni dagsins, gestir sungu Hólavatn hjartakæra og að því loknu var boðið uppá kaffi og kökur.
Framkvæmdum verður framhaldið næstu vikurnar enda stefnt að því að loka húsinu í tæka tíð fyrir 45 ára afmæli sumarbúðanna þann 20. júní n.k. Ef þú vilt leggja þessu mikilvæga verkefni lið geturðu haft samband við
johann@kfum.is og slegist í hópinn.