Í sumar (12.-16. júlí) verður í fyrsta sinn boðið uppá sérstakan fótboltaflokk fyrir 11-13 ára stráka á Hólavatni. Fótboltaforingi í þessum flokk verður Arnar Ragnarsson en hann hefur æft fótbolta með Fylki og Val, sótt námskeið hjá Bryan Laudrup og verið í íþróttalýðháskóla í Danmörku þar sem hann sótti fjölmörg þjálfaranámskeið.
Í þessum einstaka flokk verður fótboltamót og í lokin verður valið í landslið og stjörnulið staðarins, krýndir meistarar og vítakóngur flokksins. Þá munu nokkrir lykilleikmenn úr meistaraflokki Þórs mæta á eina æfingu, spjalla við strákana og gefa góð ráð. Þetta er flokkur sem enginn fótboltastrákur má missa af.
Í þessum einstaka flokk verður fótboltamót og í lokin verður valið í landslið og stjörnulið staðarins, krýndir meistarar og vítakóngur flokksins. Þá munu nokkrir lykilleikmenn úr meistaraflokki Þórs mæta á eina æfingu, spjalla við strákana og gefa góð ráð. Þetta er flokkur sem enginn fótboltastrákur má missa af.