Nú eru komnar á vefinn myndir úr Frumkvöðlaflokk sem haldinn var á Hólavatni dagana 10.-12. júní fyrir 7-8 ára krakka. Þar var á ferðinni hress hópur af strákum og stelpum og endaði flokkurinn með fjölskyldudegi þar sem foreldrar og systkini komu og tóku þátt í skemmtilegri dagskrá. Þá eru einnig komnar inn myndir frá fyrsta degi í 2. flokk sem hélt af stað á Hólavatn í gær. Veðrið var yndislegt, sérstaklega fyrri hluta dags en sunnan golan var svolítið stíf eftir miðjan dag. Fjölmargt var brallað strax á fyrsta degi, bátsferðir, busl, stígvélaspark og skotbolti er bara það helsta sem uppúr stóð hjá hressum hóp stelpna á fyrsta degi. Myndir úr
Frumkvöðlaflokki má skoða hér og úr
2. flokk eru myndirnar hér.