25 drengir mættu fullir eftirvæntingar á mánudagsmorgunn í sumarbúðirnar á Hólavatni. Eftir að hafa komið sér fyrir var frjáls tími að hádegismat en þá var ofurskyr og smurt brauð í matinn. Eftir hádegismatinn fóru allir foringjarnir með strákana í lautina okkar í hólunum og þar vorum við lengi í hópleikjum. Eftir kaffitímann opnuðu bátarnir og einnig fengu strákarnir að busla í vatninu. Var það mjög vinsælt. Í kvöldmat var svo pasta- og fiskréttur. Strákarnir taka vel til matar síns. Svo var kvöldvaka með fullt af leikjum, leikþáttum og söngi. Svæfing gekk vel hjá nánast öllum og drengirnir voru mjög sáttir við fyrsta daginn sinn.
Í dag, þriðjudag hefur fjörið haldið áfram. Drengirnir eru mjög duglegir að vera úti og leika sér. Í dag hefur verið íþróttakeppni, knattspyrna og bátar. Einnig buðu foringjarnir í drengina í fótboltanum. Eftir kaffi var svo farið í heimsókn á sveitabæinn Vatnsenda og var það mjög skemmtilegt fyrir drengina. Við fórum í fjósið og fylgdumst með mjöltum, lékum okkur í heyi í hlöðunni eða lékum okkur við sjö sæta kettlinga. Kvöldmatur var því seinni í kvöld en venjulega en drengirnir tóku vel til matar síns. Í hádeginu var lasagne og í kvöldmat hinn rammíslenski grjónagrautur og er hann góður.
Veður hefur verið ágætt. Milt, nánast alveg þurrt en skýjað. Í gær var eiginlega logn en í dag hefur verið smá gola. Gott veður til útiveru. Strákarnir eru skemmtilegir og sprækir og mjög gaman að kynnast þeim.
Kær kveðja,
Salvar Geir forstöðumaður.