Laugardaginn 6. nóvember verður í boði dagskrá á Hólavatni fyrir foreldra og unglinga. Um er að ræða einstakt tækifæri til að efla tengsl foreldra og unglinga í fögru umhverfi Hólavatns með samveru, mat og fræðslu við allra hæfi. Farið verður með rútu frá Sunnuhlíð á Akureyri kl. 10 að morgni og komið heim aftur kl. 17. Verð er krónur 3.000 á hvern þátttakanda og fer skráning fram í síma 588-8899 og á netfangið skraning(hjá)kfum.is.
Dagskrá
10.00 Brottför frá Sunnuhlíð með rútu
10.30 Komið að Hólavatni – Stutt dagskrárkynning og molasopi/djús og kleinur
11.00 Samhristingur og traustleikir úti í fjölbreyttu landslagi og umhverfi sumarbúðanna
þar sem foreldrar og unglingar takast á við skemmtileg verkefni sem reyna á
samvinnu, traust og hvatningu.
12.15 Hádegisverður
13.00 Fyrir foreldrana
Er unglingaveiki á þínu heimili? Gylfi Jón Gylfason, sálfræðingur
Fyrir unglingana
Innlegg Sólveigar Fríðu, sálfræðings um jákvæða sjálfsmynd og mikilvægi þess
að standa með sjálfum sér. Umræður um samskipti, vináttu, traust og fleira.
14.15 Traust og virðing í samskiptum
– Mæðgurnar Arnrún Magnúsdóttir og Karen Ösp Friðriksdóttir 18 ára deila
reynslu sinni af samskiptum og tengslum í gegnum umrót unglingsáranna.
15.00 Frjáls tími til samræðna, útiveru eða bara slökunar.
15.30 Miðdegiskaffi og nokkur lokaorð
17.00 Heimkoma
Allar nánari upplýsingar um verkefnið veitir Jóhann Þorsteinsson, sviðsstjóri æskulýðssviðs í síma 6994115 og á netfangið johann(hjá)kfum.is

Sjá Auglýsingu hér