Á laugardag, 26. mars verður, líkt og í Reykjavík, haldin vorhátíð í félagsheimili KFUM og KFUK á Akureyri. Á hátíðinni verður gestum boðið upp á fríar veitingar, kaffi og Svala fyrir börnin. Sýnt verður sumarbúðaleikrit, myndir frá síðasta sumri og kl. 15.00 mun töframaðurinn Einar Einstaki koma fram. Lukkuhjól, andlitsmálun, þythokký, fótboltaspil og Wii-leikir eru hluti þess sem hægt verður að taka þátt í og svo verður að sjálfsögðu skráning í allar sumarbúðir KFUM og KFUK.

Hátíðin á Akureyri hefst kl. 14.00 og stendur til kl. 16.00 og eru allir hjartanlega velkomnir.