Nú er aðeins sólarhringur þar til skráning í sumarbúðir og leikjanámskeið KFUM og KFUK fyrir sumarið 2012 hefst.

Hér eru ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir forráðamenn þátttakenda fyrir skráningu:

  • Skráning hefst stundvíslega kl.12:00 laugardaginn 24. mars.
  • Á Holtavegi opnar anddyri hússins kl.11:30, en þá verður hægt að taka númer í röð fyrir skráningu. Afgreitt verður svo eftir númerum. Í Sunnuhlíð opnar húsið kl.12:00.
  • Hægt er að framkvæma skráningu á þrennan hátt: með því að koma á annað hvort Holtaveg 28 í Reykjavík eða Sunnuhlíð 12, Akureyri, með því að hringja í síma 588-8899,  eða með netskráningu á slóðinni skraning.kfum.is .
  • Athugið: ef netskráning er framkvæmd, þarf að greiða dvalargjöld með kreditkorti samtímis, svo skráningin gangi í gegn.
  • Varðandi símaskráningu, verða símtöl afgreidd í réttri röð.
  • Hægt er að ganga frá greiðslum dvalargjalda með eftirfarandi hætti: Með staðgreiðslu á Holtavegi eða í Sunnuhlíð, með millifærslu, með kreditkorti símleiðis. Hægt er að skipta greiðslum á kredit-kort með VISA-lánum í þrjá til átta mánuði. Visa-lán eru með vöxtum samkvæmt skilmálum Valitor (sjá nánar hér: http://valitor.is/kortalausnir/greidsluleidir/kortalan/). Einnig er möguleiki á að skipta greiðslum eftir öðru samkomulagi, með því að koma á Holtaveg eða í Sunnuhlíð.
  • Dvalargjöld skal greiða innan viku frá skráningardegi. Af dvalargjaldi eru kr.6000 óafturkræfar, en ekki er sérstakt staðfestingargjald.
  • Athugið: Ef um sérþarfir vegna heilsufarsástæðna eða annarrar velferðar barna er að ræða varðandi dvöl í sumarbúðunum (t.d. upplýsingar um ofnæmi, sjúkdóma, lyfjatöku o.s.frv.), vinsamlega takið slíkt fram við skráningu.
  • Allar upplýsingar um sumarbúðir KFUM og KFUK; Hólavatn, Ölver, Kaldársel, Vatnaskóg og Vindáshlíð er að finna hér á heimasíðunni (t.d. upplýsingar um farangur, brottfarar-og heimkomutíma). Einnig er að finna upplýsingar um leikjanámskeið, sem verða haldin í Háteigskirkju, Hjallakirkju og í Reykjanesbæ í sumar.

Við minnum á að Vorhátíð verður í húsum KFUM og KFUK bæði á Holtavegi og í Sunnuhlíð á morgun, laugardaginn 24. mars kl.12-15. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá verður í boði fyrir börn, s.s. hoppukastalar, candy-floss, andlitsmálun, föndur og leikjahorn. Einnig verður veitingasala á svæðinu.

Verið hjartanlega velkomin!