Stúlkurnar voru vaktar um klukkan níu, bæði þær sem voru inni og þær sem höfðu sofið úti. Eftir fánahyllingu var morgunmatur og er óhætt að segja að flestar hefðu þær viljað sofa talsvert lengur. En okkur er ekki til setunnar boðið. Pakka þarf pjönkum því í dag er brottfarardagur. Strax eftir morgunmat gengur stúlkurnar frá farangri sínum og settu út á hlað. Svo komu þær í morgunstund þar sem Auður sagði þeim sögur, þær sungu uppáhaldslögin sín og luku við bænabókina. Í hádeginu voru grillaðar pylsur og í kjölfarið var ratleikur þar sem stelpurnar svöruðu skemmtilegum spurningum á nokkrum stöðvum. Flokknum lauk svo með verðlaunaafhendingu fyrir afrek vikunnar og fóru stúlkurnar svo fylktu liði í rútuna sem flutti þær inn á Akureyri.
Ég þakka fyrir samveruna og samstarfið hér á Hólavatni þessa viku, en hér er unnið dásamlegt starf undir handleiðslu Guðs þar sem börn og ungmenni fá að leika sér í öruggu umhverfi og yndislegri náttúru.

Kveðja, Auður Pálsdóttir forstöðukona.