Hópur drengja kom með rútunni á Hólavatn stundvíslega klukkan 10. Þá var farið yfir nokkrar reglur áður en strákunum var skipt í herbergi. Þegar þeir höfðu komið sér fyrir var strax hafist handan við að leika sér úti í góða veðrinu. Í hádeginu var borðað hólverskt skyr og smurt brauð. Því næst var haldið út á Wembley, fótboltavöll Hólavatns, þar sem farið var í leiki með það að leiðarljósi að hrista hópinn saman. Í kaffinu fengu þeir smurt brauð og jógúrtköku. Eftir kaffitímann var enn sól og blíða og að því tilefni var settur upp vatnsrennibrautardúkur og stóra hamstrakúlan tekin í notkun. Þeir sem höfðu áhuga á fengu að fara á bát eða busla í vatninu. Að kvöldmat loknum byrjaði kvöldvaka. Þá voru strákarnir saddir og sælir enda borðað sig metta af hakki og spaghettíi (eða hakki og hólidíi eins og Hólvetningar kalla það.)
En þegar drengirnir héldu að komið væri að háttatíma bárust þeim óvæntar fréttir: Allt hráefni sem þarf í brauðgerð var horfið. Þeim var skipt í hópa og þeir sendir af stað í leiðangur. Verkefni hvers hóps var að finna hráefnið á fimm mismunandi stöðvum. Á stöðvunum hittu þeir fyrir ýmsar persónur sem voru hver annarri furðulegri. Leiðangrinum lauk með varðeldi þar sem strákarnir fengu að grilla sér brauð. Þeir voru síðan sendir í rúmið og voru steinsofnaðir um hálf eitt.

Kveðja
foringjar Hólavatns