Klukkan níu voru strákarnir vaktir, bæði þeir sem gistu innandyra og þeir sem sváfu undir berum himni. Þegar fánahyllingu var lokið héldu strákarnir inn í matsal þar sem þeir snæddu morgunverð. Eftir morgunmat var haldið á morgunstund og svo var bátafjör. Hádegisverður hófst klukkan 12:00 og var hólverskur grjónagrautur að hætti Hildar ráðskonu á borðstólnum. Á fótboltavellinum var boðið upp á furðuleika sem vöktu mikla lukku. Furðuleikar samanstanda af íþróttum eins og stólakasti, öskurkeppni og pokahlaupi. Að leikunum loknum skoruðu starfsmenn á strákanna í fótbolta. Strákarnir tóku áskorunninni og var háð æsispennandi barátta sem endaði þannig að strákarnir rétt náðu að knýja fram sigur. Þess ber að geta að þeir voru fjórfalt fleiri en starfsmennirnir. Eftir fótboltann fengu drengirnir kaffihressingu og borðuðu þeir hið marglofaða bananabrauð Hólavatns og svo lummur með sykri á. Að loknum kaffitíma hélt flokkurinn af stað á Vatnsenda í sveitaheimsókn. Guðný og Sveinn tóku vel á móti hópnum og fengu strákarnir að prófa að mjólka kýr, klappa kettlingum og leika sér í heyinu. Strákarnir héldu svo ánægðir til baka á Hólavatn þar sem eftir þeim biðu nýbakaðar og sjóðheitar pizzur. Svo var blásið til hörku kvöldvöku og að henni lokinni fengu strákarnir að taka dýnur upp í matsal og horfa á kvikmynd. Mr. Bean varð fyrir valinu og var mikið hlegið. Strákarnir fóru svo sáttir en þreyttir að sofa um miðnætti.

Kveðja,
Gísli, Eiríkur og Helgi, formenn Kanóklúbbsins.