Næsta sunnudag, 19. ágúst, verður vígsluathöfn nýrrar byggingar á Hólavatni, sumarbúðum KFUM og KFUK á í Eyjafirði á Norðurlandi kl.14.

Nýbyggingin á Hólavatni var í fyrsta sinn notuð nú í sumarstarfi Hólavatns á undanförnum mánuðum, og er afar gagnleg viðbót við húsakynnin þar. Vígsluathöfnin er gleðiefni og merkur viðburður í sögu Hólavatns.

Að vígsluathöfninni lokinni verður árleg kaffisala Hólavatns. Þá gefst tækifæri til að kaupa kaffi og ljúffengar kaffiveitingar til styrktar starfinu á Hólavatni.

Allir eru velkomnir að vera viðstaddir athöfnina og kaffisöluna og gleðjast með Hólvetningum af þessu tilefni.

Hér má sjá leiðina að Hólavatni á korti: http://ja.is/kort/#q=index_id%3A1336878&x=535099&y=539793&z=6