3.fl.4.d 129Skráning í sumarbúðirnar Hólavatni er nú í fullum gangi og upp er komin sú staða að ævintýraflokkur fyrir stelpur 8.-12. júlí er yfirfullur og kominn biðlisti. Í ljósi þess hve mikil eftirspurn er eftir ævintýraflokk fyrir stelpur hefur stjórn Hólavatns ákveðið að breyta 4. flokk á flokkaskránni í ævintýraflokk fyrir 11-13 ára stelpur. Vonum við að þessi breyting komi sér ekki illa fyrir þær stelpur sem þegar hafa skráð sig í 4. flokk enda bara jákvætt að bæta smá viðbótar ævintýri við dvölina.

Þá hafa verið settar inn upplýsingar um starfsfólk sumarsins í myndaalbúm á Fésbókarsíðu Hólavatns. Allir vinir og velunnarar Hólavatns eru hvattir til að leita uppi síðuna sem heitir einfaldlega „Hólavatn“ og bætast í hóp þeirra rúmlega 400 sem fylgjast reglulega með fréttum frá Hólavatni.

Bein slóð inn á albúmið er hér:

http://www.facebook.com/media/set/?set=a.377338692379576.1073741826.171744012939046&type=1&l=92f4c7570a