2.flokkur 023

Það er búið að vera líf og fjör í 2. flokki á Hólavatni. Í gærkvöldi var veislukvöldvaka og mikil gleði. Allt hefur gengið vel og stelpurnar náð vel saman og verið duglegar að leika sér. Nú eru komnar inn myndir úr flokknum á netið og er hægt að skoða þær með því að smella hér.

Flokknum lýkur í dag og koma stelpurnar heim kl. 16.00 við Sunnuhlíð.