Á Hólavatn komu 34 hressir drengir í morgun. Greinilegt var að allir voru staðráðnir í því að skemmta sér vel og blotnuðu fyrstu sokkarnir u.þ.b. 10 mínútum eftir komuna og fylgdu margir eftir í kjölfarið. Eftir gönguferð í lautina og ýmsa leiki þar voru bátarnir opnaðir og var einnig vatnafjör þar sem hoppað var af bryggjunni og bleytt sig hressilega, enda veðrið gott og sólin skein bjart.
Ráðskonan okkar segist sjaldan hafa séð eins matmikla drengi og borða þeir á við 50, sem er vel. Þeir eru líka orkumiklir og fullnýta staðinn. Frábærir drengir sem gaman verður að hafa hér í vikunni.
Hafið það gott heimafyrir. Við höfum það a.m.k. frábært hér!
Kveðja. Arnór forstöðumaður