Heil og Sæl!

Það er eitt (reyndar margt annað líka) sem við starfsmenn Hólavatns höfum fundið út um drengina sem hér gista. Það er að hér eru með eindæmum þægir drengir sem fara afskaplega vel eftir fyrirmælum. Það er virkilega góður andi hér yfir staðnum og allir skemmta sér vel. Í dag var ágætt veður og nýttum við tækifærið og fórum í Drulluvík. Þar gátu drengirnir vaðið í vatninu á mjúkum drullugum botninum, einstaklega skemmtilegt. Eftir kaffihressingu var farið í leik sem kallast stratego og vakti hann mikla lukku. Á milli þessarar þéttu dagskrár voru bátar vinsælir og veiddist m.a. stór og mikil urriði í vatninu. Á kvöldvökunni var svo farið í leiki, sungið söngva og voru sumir drengjanna með skemmtiatriði. Vonandi hafið þið foreldrar það gott heima, við skilum góðri kveðju héðan af Hólavatni.

Kveðja. Arnór forstöðumaður.