Í dag fer Riddaraflokkur á Hólavatn og dvelur yfir helgina en það er í fyrsta sinn sem Hólavatn býður upp á sérstakan flokk fyrir drengi með ADHD eða skyldar raskanir. Flokkurinn er í samstarfi við foreldrafélag ADHD samtakana á Norðurlandi og eru ellefu drengir á aldrinum 8-12 ára skráðir í flokkinn. Forstöðumaður er Jóhann Þorsteinsson, sviðsstjóri æskulýðssviðs KFUM og KFUK á Íslandi en sérfræðingar í flokknum eru Guðbjörg Ingimundardóttir, félagsráðgjafi og PMT ráðgjafi, og Deborah Robinson, iðjuþjálfi. Auk þess verða reyndir sumarbúðaforingja eins og venja er. Það er mikil tilhlökkun fyrir þessu nýja tilboði og vonandi eiga drengirnir eftir að njóta dvalarinnar um helgina en heimkoma verður á sunnudagskvöld um kl. 20.30.