D2 048

Síðastliðinn mánudag mættu hressar stúlkur við Sunnuhlíð, tilbúnar að taka á móti þeim ævintýrum sem biði þeirra í sumarbúðunum að Hólavatni. Dvölin þeirra byrjaði vel. Eftir að hafa komið sér fyrir hófst þétt dagskrá sem varir frá morgni til kvölds. Af dagskrárliðum fyrstu tveggja daganna má meðal annars nefna lautarferð, skemmtilega útileiki, ævintýralega skógarferð, ævintýraleik, bátasiglingar, varðeld og æsispennandi fótboltaleik. Á kvöldin er að sjálfsögðu haldin kvöldvaka þar sem stelpurnar sem og starfsfólkið lætur ljós sitt skína bæði í söng og leik. Það er óhætt að segja að hér á Hólavatni uni stelpurnar sér vel og hafa nóg fyrir stafni.

Myndir úr flokknum má skoða hér:  http://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/sets/72157634463025754/

kveðja,
Sólveig Reynisdóttir
forstöðukona 7.flokks