Fermingarferdir_13 034

Nú um helgina dvöldu fermingarbörn úr Glerárskóla og Síðuskóla á Hólavatni ásamt leiðtogum úr UD-Glerá sameiginlegu unglingastarfi Glerárkirkju og KFUM og KFUK á Akureyri. Krakkarnir úr Glerárskóla fóru af stað á föstudag og heim á laugardag og þá fóru krakkarnir úr Síðuskóla og komu heim í dag. Um næstu helgi er svo komið að krökkunum úr Giljaskóla. Markmið með ferðunum er fyrst og fremst að kynna æskulýðsstarfið fyrir verðandi fermingarbörnum og hvetja þau til að taka virkan þátt í því í vetur. Fundir í UD-Glerá verða á fimmtudagskvöldum í vetur og er fyrsti fundurinn 12. sept. Unglingastarfið er opið öllum unglingum á Akureyri úr 8.-10. bekk.

Myndavélin var lítið notuð í fyrri hóp helgarinnar en hér má sjá myndir af krökkunum úr Síðuskóla.