Hó - 1Sunnudaginn 20.október kl. 17:00 verður kvöldvökustemmning í umsjón Hólvetninga á Holtavegi 28. Hólóbandið mun sjá um tónlist.

Kvöldvökur sumarbúða KFUM og KFUK eru víðfrægar fyrir að vera bæði skemmtilegar og gefandi og því tilvalið að njóta þeirra og mæta næsta sunnudag.

Samkomunefndin hefur ákveðið að breyta tímasetningu á þeim sunnudagssamverum sem sumarbúðastjórnirnar sjá um, til að gera börnum og fjölskyldum kleift að taka þátt.

Allir hjartanlega velkomnir.