Við viljum minna á að skráningar í sumarbúðir (Vindáshlíð, Vatnaskóg, Hólavatn, Ölver og Kaldársel) og leikjanámskeið (Lindakirkju og Reykjanesbæ) hefjast eftir viku, nánar tiltekið miðvikudagskvöldið 19.mars kl. 18:00.

Netskráning verður í boði hér en einnig verður opið á skrifstofu félagsins á Holtavegi 28 frá kl. 18 til 21 og er öllum velkomið að koma og skrá þar.

Til að geta skráð barn eða börn þá þarf viðkomandi að hafa við hendina kennitölu barns, kennitölu forráðamanna, símanúmer og netföng tengiliða og greiðsla fyrir dvölina (ýmsar greiðsluleiðir eru í boði á skrifstofunni).

Það er spennandi sumar framundan hjá okkur KFUM og KFUK sem þið ættuð endilega að kynna ykkur hér.