Í morgun vöknuðu strákarnir hressir en hér voru margir sem vöknuðu snemma. Þeir gerðu sig tilbúna fyrir daginn og fóru í morgunmat. Þeir tóku til í herbergjum, fóru í fánahyllingu og svo á morgunstund. Eftir morgunstundina var útivera, bátasmíði og fótboltavöllur í boði fram að hádegismat.

Eftir hádegismat var smá frjáls tími áður en hópurinn hélt í göngu í Drulluvík. Því miður er drullan falin undir vatninu þetta sumarið en strákarnir áttu samt góða stund þar í dásamlegu veðri. Þá komu starfsmenn með kaffihressinguna, báta og vesti í Drulluvík og fengu strákarnir að fara á bátunum til baka. Þegar strákarnir voru komnir til baka var í boði að vaða og synda í vatninu í góða veðrinu og flestir drengirnir fóru svo í sturtu. Einnig var haldið stangatennismót og fótboltaspilsmótið klárað.

Þá var komið að kvöldmat en eftir hann var frjáls tími fram að kvöldvöku. Á kvöldvökunni fengu strákarnir að heyra smá fræðslu um Hólavatn. Þegar kvöldvökunni lauk var farið niður í fjöru þar sem búið var að kveikja varðeld. Þar voru grillaðir sykurpúðar, boðið uppá kex og sögð saga.

Gaman er að segja frá því að strákarnir í flokknum eru einstaklega duglegir að borða.

Það voru því mjög þreyttir strákar sem fóru að sofa í kvöld og spenntir fyrir morgundeginum.

Við minnum á að hægt er að skoða myndir frá flokkun á þessari slóð:
https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/sets/72157714910140281/

kv.
Telma Ýr og Bogi forstöðumenn

Morgunmatur: Morgunkorn, hafragrautur, mjólk, súrmjólk og fleira.
Hádegismatur: Grjónagrautur
Kaffitími: Jógúrtkaka, kex og appelsínur.
Kvöldmatur: Steikur fiskur.
Kvöldkaffi: Mjólkurkex og sykurpúðar