Föstudagurinn var lokadagur í 4. flokki á Hólavatni.

Strákarnir áttu góðan dag þar sem þeir vöknuðu, fóru í morgunmat og pökkuðu niður dótinu sínu. Síðan gengum við í Hólakirkju og vorum með morgunstund þar. Þegar við komum til baka fóru strákarnir strax í ratleik.

Síðan var hádegismatur og lokasamvera sem haldin var úti. Þar fengu allir drengir kveðjuskjal og úrslit í stjörnukeppni vikunnar tilkynnt. En herbergið Tjarnir unnu þessa viku.

Þá voru bátarnir opnaðir fram að brottför.

Við kveðjum mjög hressa stráka og þökkum þeim fyrir vikuna.

kv.
Telma og Bogi, forstöðumenn.

p.s. Allir óskilamunir fara í Sunnuhlíð.