Veisludagur!

Í dag var veisludagur en það er þegar við á Hólavatni höldum síðasta heila dag flokksins hátíðlegan. Við fengum hátíðar morgunmat, gerðum okkur til fyrir daginn, fórum á fánahyllingu og á morgunstund. Eftir morgunmat frjáls tími fram að hádegismat.

Eftir að hádegismat lauk var smá frjáls tími og síðan var farið í „Tuskuleikinn“ sem er stór leikur þar sem börnin leysa allskonar þrautir og fá merki fyrir ef þau ná þrautunum. En þau verða að passa sig á foringjanum með tuskuna því hann getur þurrkað út merki. Eftir leikinn fengu börnin hressingu og fengu svo óvænta heimsókn frá hellisbúunum Búrka og Gúrka sem komu til Hólavatns með tímavél.

Eftir kaffið fóru börnin í sturtu og í sparilegustu fötin sín áður en haldið var að veisluborðum. Þegar þau luku við matinn fóru börnin í myndatöku og svo inn á veislukvöldvöku þar sem foringjarnir sýndu allskonar leikrit.

Eftir kvöldvökuna var kveiktur varðeldur og fengu börnin að grilla sykurpúða. Við varðeldinn voru sungin lög og sagðar sögur.

Í kvöld fara börnin uppí rúm til að sofa síðustu nóttina á Hólavatni í bili.

Við minnum á að heimför er á morgun og rútan á að koma í Sunnuhlíð um kl. 15.

Við hvetjum ykkur einnig til þess að skoða myndirnar frá flokknum með strákunum eftir að þeir koma heim.

Myndaalbúmið er hér:

https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72157714910140281

kv.
Telma Ýr og Bogi forstöðumenn

Morgunmatur: Ristað brauð og kakó.
Hádegismatur: Mexikósk súpa, snakk, sýrður rjómi og ostur.
Kaffitími: Súkkulaðikaka, kex, banani og epli.
Kvöldmatur: Hamborgarar
Kvöldkaffi: Epli, kex og sykurpúðar.