Í dag er lokadagur í 5. flokki á Hólavatni.

Krakkarnir hafa átt góðan dag þar sem þau vöknuðu, fóru í morgunmat og pökkuðu niður dótinu sínu. Síðan gengum þau í Hólakirkju, sem er hér á sveitabæ rétt hjá. Morgunstundin var haldin þar. Þegar krakkarnir komu til baka fengu þau hádegismat og frjálsan tíma úti.

Um hálf tvö verður síðan lokasamvera þar sem við kveðjum þessa frábæru krakka, þökkum fyrir vikuna, afhendum þeim kveðjuskjal og tilkynnum úrslit úr stjörnukeppninni.

Við þökkum frábærum krökkum fyrir flokkinn og minnum á að hægt er að skoða myndir frá flokknum hér:

IMG_6670

kv.
Telma Ýr og Bogi, forstöðumenn.

Morgunmatur: Morgunkorn, hafragrautur, mjólk, súrmjólk og fleira.
Hádegismatur: Grillaðar pylsur og fleira.

p.s. Allir óskilamunir fara í Sunnuhlíð.