Í morgun vöknuðu stelpurnar við lög úr Lion King, hressar eftir góðan nætursvefn. Þær gerðu sig til fyrir daginn og fóru í morgunmat. Síðan var tiltekt í herbergjum (enda mörg herbergi spennt fyrir stjörnukeppninni), farið á fánahyllingu og svo á morgunstund. Eftir morgunstundina byrjaði fyrsta umferð í Quidditch, þar sem stelpurnar léku á milli herbergja. Þá er leikinn mugga útgáfa af Quidditch þar sem stelpurnar eru á hokký kylfum í stað kústa og leitarinn finnur vers í nýja testamentinu.

Eftir hádegismat var stuttur frjáls tími áður en stelpurnar fóru í ævintýraleik þar sem þær leituðu að sykrinum, en hann hafði horfið. Á leiðinni þurftu stelpurnar að gera ýmislegt til þess að komast áfram og hittu þær hafmeyju, stígvélaða köttinn, prinsessu, gullbrá og fóru í gegnum dimma skóg. Á endanum fundu þær Þyrnirós sem svaf á sykrinum. Þar sem að sykurinn fannst þá var hægt að hafa brjóstsykursgerð eftir kaffi. Við gerðum nokkrar bragðtegundir svo það gátu allar fengið eitthvað við sitt hæfi.

Eftir kvöldmatinn var smá frjáls tími og svo kvöldvaka. Eftir hana var farið í annan ævintýraleik þar sem stelpurnar þurftu að passa sig á svartálfunum og komast á lokastöð en þar beið þeirra kaffihúsakvöld með volgum eplabökum og heitu kakói.

Það eru því mjög þreyttar stelpur sem eru farnar að sofa, spenntar fyrir morgundeginum.

Við minnum á að hægt er að skoða myndir frá flokknum hér:

IMG_7233

kv.
Telma Ýr og Bogi forstöðumenn

Morgunmatur: Morgunkorn, hafragrautur, mjólk, súrmjólk og fleira.
Hádegismatur: Steikur fiskur, kartöflumús, hrísgrjón, sósur og grænmeti.
Kaffitími: Nýbakað súrdeigsbrauð, brauð, appelsínur og epli.
Kvöldmatur: Kjúklingaréttur, hrísgrjón og grænmeti.
Kvöldkaffi: Eplakaka, kakó, bananar og kex.