Veisludagur!

Í dag var veisludagur en það er þegar við á Hólavatni höldum síðasta heila dag flokksins hátíðlegan. Við fengum hátíðar morgunmat, gerðum okkur til fyrir daginn, fórum á fánahyllingu og á morgunstund. Eftir morgunmat spilað Quidditch fram að hádegismat. Í ljós kom að herberið Tjarnir vann keppnina eftir nauman sigur á Hólum.

Eftir að hádegismat lauk var smá frjáls tími og síðan var farið í „Tuskuleikinn“ sem er stór leikur þar sem börnin leysa allskonar þrautir og fá merki fyrir ef þau ná þrautunum. En þau verða að passa sig á foringjunum með tuskuna því þeir getur þurrkað út merki. Á meðan á leiknum stóð fór að helli rigna. Eftir leikinn fengu börnin hressingu og heitt kakó til þess að hita sér.

Eftir kaffið var hárgreiðslukeppni en einnig var í boði að fara í sturtu og stelpurnar fóru í sparilegustu fötin sín áður en haldið var að veisluborðum. Þegar þær luku við matinn fóru þær í myndatöku og svo inn á veislukvöldvöku þar sem foringjarnir sýndu allskonar leikrit.

Eftir kvöldvökuna voru grillaðir sykurpúðar við arinninn, farið í Varúlf, dansað og búið til vinabönd.

Í kvöld fóru stelpurnar uppí rúm til að sofa síðustu nóttina á Hólavatni í bili.

Við minnum á að heimför er á morgun og rútan á að koma í Sunnuhlíð um kl. 15.

Við hvetjum ykkur einnig til þess að skoða myndirnar frá flokknum með stelpunum eftir að þær koma heim.

Myndaalbúmið er hér:

https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72157715102045708

kv.
Telma Ýr og Bogi forstöðumenn

Morgunmatur: Ristað brauð, kakó, morgunkorn, hafragrautur, mjólk, súrmjólk og fleira.
Hádegismatur: Mexikósk súpa, snakk, sýrður rjómi og ostur.
Kaffitími: Snúðar, kex, ávextir og heitt kakó..
Kvöldmatur: Hamborgarar og meðlæti.
Kvöldkaffi: Epli og sykurpúðar.