Góðan dag!
Gær dagurinn byrjaði frekar rólega. En eftir æsispennandi Hóló-olympics (eða sérútbúna ólympíuleika fyrir Hólavatn þar sem keppt er á milli herbergja). Var haldið í hádegismat þar sem boðið var upp á tvær mismunandi súpur ásamt nýbökuðum brauðbollum. Þá var hægt að gera vinabönd, perla, spila, fótboltaspil, leikir og fleira fram að kaffi. Í kaffinu var eplakaka og rjómi ásamt ávöxtum. Eftir kaffið skoraði starfsfólkið á flokkinn í fótbolta. Okkur starfsfólkinu til mikillar gleði þá unnum við 2-1. 🙂 Þá opnuðu loksins bátarnir og veðrið var það gott að hægt var að synda í vatninu. 🙂 Þeir sem kusu frekar að vera í meiri afslöppun voru hér í húsinu að slaka á. Sum fóru í vinaböndin en þau eru fjöldaframleidd í þessum flokki, önnur að spila, lesa eða bara spjalla saman. 🙂
Eftir sundið var gott að komast í sturtu og fara í kvöldmat og fiskur í raspi var borðaður með bestu lyst hjá lang flestum. En við fylgjumst vel með því hvort börnin séu ekki örugglega að borða, þau börn sem ekki borða vel er boðið uppá að fá ávöxt eða annað því við viljum ekki að börnin verði svöng. Svöngum börnum líður oftast ekki vel og hér er aðalmakmiðið að börnunum líði vel. 🙂
Eftir kvöldmatinn var kvöldvakan á sínum stað. Sum barnanna tóku fótboltann alvarlega og því var ákveðið að bjóða börnunum uppá að endurtaka leikinn á móti starfsfólkinu. Þá unnu börnin sem urðu mjög sátt með sigurinn.
Þreytt börn fóru upp í rúm eftir langan dag. Bænaforingjarnir komu inn og hjálpuðu börnunum að sofna. Hér var komin ró aðeins fyrr en daginn þar á undan enda börnin farin að finna fyrir því að vera í dagskrá allan daginn.
Við vöktum þau því háftíma seinna í dag eða kl. 9:00 með 17. júní laginu, þjóðsöngnum og jólalögum. Í dag er nefnilega rugldagur og því er allt í rugli! Starfsfólkið heilsaði þeim með góða nótt og góða kvöldið ásamt því að vera í mjög rugluðum, öfugum eða skrítnum fötum. Einnig eru allar klukkur hússins orðnar eitthvað ruglaðar. Börnin komu svo í kaffitíma (morgunmat) og fengu kanilsnúða með súkkulagðiglassúr og kex. Þetta fannst mörgum fyndið. Þau fóru svo út að taka niður fánann í stað þess að draga hann að húni. Eftir það var morgunstund en hún var með frekar hefðbundnu sniði til að rugla þau ekki alveg.
Núna eru þau í áframhaldi af æsispennandi Hóló-olympics sem einnig er með óhefðbundnu sniði í dag en til dæmis er boðið uppá skókast og rúsínuspýtingar. 🙂
Hér er frekar lítið um heimþrá sem er gleðilegt en þó er alltaf einhver en ekkert stórvægilegt. Ekkert sem reynda, flotta starfsfólkið hér ræður ekki við. 🙂 Kæru foreldrar þið megið samt vita það að hér er enginn píndur og stærsta markmiðið er að öllum líði vel. Við höfum því lágan þröskuld og hringjum í ykkur ef heimþráin eða annað veldur barninu frekari vanlíðan.
Við erum því hér með kröftugann, hressann og skemmtilegan hóp hér á Hólavatni sem er að verða hálfnaður með vikuna! Við sem vorum að byrja! 🙂 En hér munum við halda áfram að skemmta okkur og hafa rugldag. Þið heyrið meira frá okkur á morgun.
Myndasíðan okkar: https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72157719544136552
Þangað til á morgun.
Telma Ýr og Bogi forstöðumenn.