Góða kvöldið!

Hér á Hólavatni var svakalegur rugl dagur eins og kom fram í fyrri frétt. Eftir að börnin fóru í Hóló-olympics þá komu þau inn í kvöldmat (sem var í hádeginu). Börnin fögnuðu vel þegar að þau sáu að það væru pizzur í matinn. Þá var farið á kvöldvöku (kl. 13:30!) 🙂 Eftir kvöldvökuna var svo kvöldkaffi (kl. 15:00).

Þá opnuðum við vatnið og mörg börn skelltu sér í sundföt á meðan önnur völdu að vera úti í leik eða inni í slökun, spjalli og föndri.

Í hádegismat (kl. 18) fengu börnin svo pastarétt sem þau borðuðu upp til agna! 🙂 En þá var hægt að fá sér pizzu í eftirrétt. 🙂

Eftir það tók við svakalegur Hunger Games leikur úti þar sem börnin kláruðu þrautir til þess að sigra Snow. 🙂 Leikurinn tókst vel og börnin mjög ánægð en þreytt þegar þau komu til baka í morgunmatinn. Þau fengu þá heitan hafragraut, morgunkorn, súrmjólk, mjólk og fleira áður en þau fóru að sofa.

Dagurinn varð því að algjöru rugli og til þess að toppa allt saman er afmælisbarn á staðnum. 🙂 Mjög þreytt börn eru farin upp í rúm og ró er komin í húsið. Við hlökkum til morgundagsins sem er einnig veisludagur hér á Hólavatni. 😀

Þangað til á morgun.
Telma Ýr og Bogi forstöðumenn.