Dagur 2. Þriðjudagurinn 13. Júní 2.flokkur.

Við byrjuðum daginn á morgunmat og siðan morgunstund, farið var á báta og boðið var uppá leiki. Eftir hádegismat var farið í smáleika hólavatns þar sem nokkur Hólavatns met voru feld þar á meðal í stígvélakasti. Eftir kaffi var farið aftur á báta og að þessu sinni var farið að stökkva og synda i vatninu. Eftir kvöldmat var farið á kvöldvöku og sungum við nokkur lög og horfðum á leikrit. Síðan var farið í háttinn.

Myndir koma inn seinna í dag 🙂

Kveðja Svenni