Það mættu 19 börn á Hólavatn í frumkvöðlaflokk. Meiri hlutinn af þeim hafði aldrei áður mætt á Hólavatn og vissi ekki alveg við hverju mátti búast 😊

Við byrjuðum á því að fara öll inn í matsal þar sem við fórum yfir allar reglurnar, bæði inn og úti og svo auðvitað bátareglurnar. Einnig kynntu allir starfsmenn sig og svo var raðað niður í herbergi og búið um sig fyrir kvöldið.

Fram að hádegismat fengu krakkarnir frítíma til að kynnast staðnum betur, bæði inn og úti.

Í hádeginu galdraði Daníel kokkur fram strumpaskyr (blátt skyr) ofurhetjuskyr (grænt skyr) og venjulegt skyr. Hann var með aðstoðarmann með sér, Kalla sem er bangsamús sem bjó undir húfunni hans og var að græja matinn með honum, eins og í myndinni Ratatouille teiknimyndinni.

Það voru ekki allir sem þorðu í blá og græna skyrið en allir fóru sáttir frá borði 😊

Eftir hádegi fengum við skemmtilegan gest í heimsókn á fótboltasvæðið en það var hesturinn Drífa. Það fengu allir sem vildu að fara á bak og börnin voru teymd smá hring. Þetta vakti gríðarlega ánægju og voru börnin mjög dugleg að safna grasi fyrir Drífu og gefa henni að borða eftir allt labbið.

Í kafffinu fengum við „sköffins“ en það er muffins í skúffukökuformi og ávexti 😊

Því miður var of hvasst fyrir krakkanna að fara á hjólabátanna þennan dag en allir sem vildu fóru á árarbát með foringja 😊

Svo var Hakk&Spakk í kvöldmat og allir mjög sáttir við það. Eftir kvöldmat var hefbundin kvöldvaka með miklum söngi og leikritum. Bæði foringjar og starfsfólk skemmtu sér mjög vel.

Eftir það fóru allir í háttinn og gekk það mjög vel enda flest börnin orðin mjög þeytt eftir langan dag 😊

 

Við byrjuðum daginn mjöööög snemma á föstudeginum 😊 haha

Eftir morgunmat var fánahylling og allir mættu á hana, þar sungum við fánalagið og sáum Svenna draga íslenska fánann upp. Beint eftir það var morgunstund með Tinnu. Við byrjuðum á morgunbæn og ræddum aðeins um söguna um Miskunsama samverjann og börnin fluttu leikrit úr þeirri sögu 😊

Síðan voru stöðvar og frjálstími fram að mat.

Við fengum grænan og hvítann grjónagraut, eins og með skyrið þá voru ekki allir spenntir fyrir græna grautnum en hann var líka mjög braðgóður. Daníel sagði að Kalli hefði óvart misst græna matarlitinn ofan í grautinn.

Eftir mat var farið í smá göngu, við röltum að skógarkirkjunni síðan að fótboltavellinum og gengum þar upp í LAUT sem er staðsett fyrir ofan Hólvatn. Þar er frábær staður til að fara í  leiki og þar dunduðum við okkar næsta klukkutímann í allskonar leikjum.

Eins og í gær við veðrið aðeins að stríða okkur, það var frekar hvasst og ringdi af og til þannig það var því miður ekki hægt að fara á bátanna.

Eftir kaffitímann var frjáls tími, bæði inni og úti og nýttu margir sér það að fara í sturtu. Við vorum búin að ræða við þau að það væri ekki mikið heitt vatn á hólavatni og hvert barn fengi bara eina „júrósturtu“ en það þýðir að þau máttu velja eitt júróvison lag því þau eru öll 3 mínútur 😊 Þetta var mikið partý því við eigum svakalegan hátalara og blöstuðum júrólögunum um allt hús.

Síðan var hátíðarkvöldmatur, en þá var búið að leggja dúka á borð og setja blóm í vasa. Daníel og Kalli buðu upp á Hólavatnspizzu 😊

 

Eftir matinn var kvöldvaka, þar sem bæði börnin og starfsfólk sýndu leikrit. Kvöldvakan endaði svo með sunlolly sprengju 😊 Börnin voru orðin mjög þreytt eftir daginn og voru mjög snögg að sofna.

 

Laugardagurinn 10.júní

Það sváfu allir út þennan dag og mjög glaðir að sjá hversu gott veður væri úti.

Eftir morgunmat var morgunmatur og fánahylling, síðan morgunstund og síðan var feluleikur sem endaði með grilluðum sykurpúðum.

Loksins eftir það gátu allir farið á bátanna 😊 húrra!!

Svo kl.11 komu foreldrarnir.

 

Takk fyrir frábæra daga og vonandi sjáumst við að ári liðnu

Tinna Hermannsdóttir