Veisludagur!
Í dag var veisludagur en það er þegar við á Hólavatni höldum síðasta heila dag flokksins hátíðlegan. Við fengum hátíðarmorgunmat, gerðum okkur til fyrir daginn, fórum á fánahyllingu og á morgunstund. Eftir morgunmat var boðið uppá hjólabíla rallý og allskonar útiveru fram að hádegismat.
Eftir að hádegismat lauk var boðið uppá Vatnsendahlaup og þegar drengirnir komu til baka var farið í staffabolta. En þá keppa starfsmenn Hólavatns í fótbolta við alla þá drengi sem vilja taka þátt. Starfsmennirnir unnu eftir vítaspyrnukeppni. Síðan fengu strákarnir hressingu og þar sem við fengum annan sólríkan dag þá var kaffitíminn úti og svo boðið uppá báta og sull í vatninu.
Eftir sullið fóru drengirnir í sturtu og í sparilegustu fötin sín áður en haldið var að veisluborðum. Þegar þeir luku við matinn og eftirrétt fóru drengirnir í myndatöku og svo inn á veislukvöldvöku þar sem foringjarnir sýndu allskonar leikrit.
Fjórða daginn í röð fóru þreyttir strákar að sofa.
Við minnum á að heimför er á morgun og rútan á að koma í Sunnuhlíð um kl. 15.
Við hvetjum ykkur einnig til þess að skoða myndirnar frá flokknum með strákunum eftir að þeir koma heim.
Myndaalbúmið er hér:
https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72157714910140281
kv.
Telma Ýr og Bogi forstöðumenn
(Veislu) Morgunmatur: Ristað brauð, álegg og heitt kakó.
Hádegismatur: Kjúklingasúpa
Kaffitími: Kanilsnúðar, bananabrauð og appelsínur.
Kvöldmatur: Hamborgari.
Eftirréttur: Rice krispies kökur
Kvöldkaffi: Epli, vanillukex og mjólkurkex.