Í morgun vöknuðu börnin hress eftir góðan nætursvefn. Þau gerðu sig til fyrir daginn og fóru í morgunmat. Þau tóku til í herbergjum, fóru í fánahyllingu og svo á morgunstund sem haldin var úti. Eftir morgunstundina var útivera og vinabönd í boði fram að hádegismat.
Eftir hádegismat var smá frjáls tími áður en hópurinn fór í fótbolta, börn á móti starfsfólki. Því miður fyrir starfsfólkið þá unnu börnin leikinn. Veðrið var gott svo krakkarnir fengu að vaða og synda í vatninu fram að kaffi. Öll börn sem fóru í vatnið fóru í sturtu á eftir. Eftir kaffitímann var síðan Ævintýraleikur þar sem krakkarnir hittu allskonar persónur og leystu allskonar verkefni í þeirri von um að finna sótthreinsigelið sem hvarf. Herbergin fóru saman og leystu þrautirnar í sameiningu. Síðan var frjáls tími þar sem margir fóru í vinabandagerð eða voru úti.
Þá var komið að kvöldmat en eftir hann var frjáls tími fram að kvöldvöku. Á kvöldvökunni fengu krakkarnir að heyra sögu úr Biblíunni og sáu nokkur leikrit. Þegar kvöldvökunni lauk var farið í Ratleik um svæðið og þegar krakkarnir komu til baka beið þeirra kaffihús. Á kaffihúsinu var boðið uppá volga eplaköku, heitt kakó, banana og kex.
Það voru því mjög þreyttir krakkar sem fóru að sofa.
Við minnum á að hægt er að skoða myndir frá flokkun á þessari slóð:
https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/sets/72157714997829026/
kv.
Telma Ýr og Bogi forstöðumenn
Morgunmatur: Morgunkorn, hafragrautur, mjólk, súrmjólk og fleira.
Hádegismatur: Grjónagrautur
Kaffitími: Nýbakaðar súrdeigsbollur með kanil og rúsínum, brauð, bananar og epli.
Kvöldmatur: Steikur fiskur, kartöflur og grænmeti.
Kvöldkaffi: Eplakaka, kakó, bananar og kex.