Í gær var veisludagur! En við köllum síðasta heila daginn í hverjum flokki veisludag. Eftir að börnin fóru á fætur fengu þau morgunverð og síðan að taka til í herbergjum, út í fánahyllingu og svo á morgunstund. Að henni lokinni fór hópurinn í síðasta sinn í Hóló-olympics en það hefur verið æsispennandi keppni alla vikuna. 🙂

Þá var farið í hádegismat þar sem boðið var upp á grjónagraut (mjólkurgraut), börnin borðuðu mjög vel. Eftir hádegið var svo frjáls tími fram að hæfileikasýningu þar sem við sáum stórskemmtileg atriði frá börnunum. Síðan var kaffitími þar sem börnin fengu súkkulaðiköku. Eftir kaffið var ratleikur um svæðið og svo frjáls tími þar sem börnin gátu farið í sturtu, farið í fínustu fötin sín og undirbúið sig fyrir veislukvöldmatinn. Í kvöldmatnum var önnur uppröðun í salnum og herbergisfélagar sátu saman. Það voru grillaðir hamborgarar í matinn. 🙂

Eftir matinn var svo frjáls tími fram að veislukvöldvökunni sem endaði með varðeld og sykurpúðum niðri í fjöru. Það voru mjög þreytt börn sem fóru að sofa í gærkvöldi en þar sem þetta var síðasta kvöldið þá var samt galsi í börnunum og það tók svolítinn tíma fyrir þau að sofna. 🙂

Börnin fengu því að sofa smá út í morgun. En þegar að þau vöknuðu fóru þau fóru í morgunmat, pökkuðu niður og svo á morgunstund í Hólakirkju sem er lítil sveitakirkja hér á næsta sveitabæ. 🙂 Núna eru þau komin til baka og eru að fá sér grillaðar pylsur áður en loka stundin hefst.

Við sjáum að margir hafa skoðað myndirnar frá flokknum og það mun bætast meira við. Endilega skoðið einnig myndirnar og lesið fréttirnar með börnunum þegar að þið komið heim. Þá fáið þið örugglega að heyra ennþá meira frá þeim en annars. 🙂 Þau hafa ekki fengið að sjá myndirnar ennþá. 🙂

Við þökkum eftirminnilegum, hressum og skemmtilegum börnum fyrir vikuna og vonumst til að öll börn fari heim með einkunnarorð Hólavatns með sér: Ró í hjarta og gleði í sál. Við hlökkum til að sjá sem flest aftur hér á Hólavatni.

Kær kveðja,
Telma Ýr og Bogi, forstöðumenn.

P.S. Við minnum á að allir óskilamunir fara í Sunnuhlíð.

Myndasíðan:

https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72157719544136552/with/51310079728/