Miðvikudagur 5.júlí
Planið var að vekja stelpurnar kl 8.30 en eftir langan dag í gær var ákveðið að leyfa þeim að sofa til 9.00. Svo var dagurinn byrjaður á hefðbundinn hátt með morgunmat, fánahyllingu og morgunstund. Á morgunnstund var talað um þakklæti og fengu stelpurnar að skrifa niður hvað þær voru þakklátar fyrir og setja í þakkarkörfu. Eftir morgunstund var svo frjáls tíma þar sem stelpurnar fengu að fara í báta eða leika sér úti eða inni. Í hádegismat var svo fiskur með ostasósu og hrisgrjón. Eftir hádeismat var farið í pollagallan og haldið út á fótbolta völl, þar sem fyrst var haldið fótboltamót, svo fengu allar stelpurnar að spila á móti foringjum. Í kaffitíma var gulrótarkaka og bananabrauð. Að kaffi loknu var hárgreiðslu keppni þar sem stelpunar fengu að sýna sína hæfileika. Svo var komin timi á pizzu í kvöldmat sem var afar vinsælt. Þegar allar voru búnar að háma í sig pizzu var kvöldvaka. Eftir kvöldvöku var svo farið í svokallaðan tuskuleik. Þar sem stelpunar eiga að hlaup um svæðið og leysa þrautir, en á meðan eru foringjar hlaupa á eftir þeim (smá einsog eltingaleikur með þrautum). Eftir tuskuleik var boðið uppá heitt kakó og popp, svo var farið í háttinn eftir frábæran dag.
Bestu kveðjur, Kristrún forstöðukona