Á morgun, föstudag lýkur þriðja flokk sumarsins á Hólavatni en stelpurnar hafa notið veðursins og skemmtilegrar dagskrár í vikunni. Á 17. júní var boðið upp á Candyfloss og farið í skrúðgöngu og margt gert til að gera þjóðhátíðardaginn einstakan. Heimkoma er á morgun kl. 15.00 við Sunnuhlíð. Á laugardag er svo 50 ára afmælishátíð á Hólavatni fyrir alla fjölskylduna og hefst dagskráin kl. 14.00.

Myndir úr flokknum koma um helgina en nokkrar myndir frá þriðjudeginum eru þegar komnar á netið og má skoða þær hér.