Í dag vöknuðu stúlkurnar eftir fyrstu nóttina á Hólavatni og blasti við okkur alveg dásamleg veðurblíða, sem stúlkurnar eru aldeilis búnar að njóta. Í dag er búið að busla heilmikið, sigla um á bátum á vatninu og flestar stúlkurnar fengið að prófa kúluna, sem gerir manni kleyft að ganga á vatni. Eftir kaffi fóru þær í ævintýraleik þar sem „geimverur“ birtust í skógarrjóðrinum og þær þurftu á aðstoð „prófessors Vandráðs“ að halda til að leysa þrautir. Sumum stelpunum stóð nú ekki á sama þegar geimverunar birtust en vildu meina að þær hafi nú vitað frá upphafi að þetta væru ekki alvöru geimverur. Kvöldvaka að hætti Hólavatns var haldin í kvöld og fékk hluti stúlknahópsins að stíga á stokk með eigin atriði. Hinn helmingurinn fær að sýna annað kvöld. Í svona mikilli útiveru og dagskrá eru það svangar stúlkur sem mæta í matmálstímana en þær hafa verið heldur betur duglegar að borða matinn og kræsingarnar sem matráðskonan okkar ber fram, enda eru þær ekki af verri endanum.
Á morgun höldum við ótrauðar áfram.
Bestu kveðjur,
Sólveig Reynisdóttir, forstöðukona í 3. flokki.