Þar sem klukkan er orðin margt hérna á Hólavatni ætlar undirrituð að láta myndirnar tala sínu máli að mestu. Fallegur, sólríkur og annríkur dagur að baki sem innihélt m.a. vatnafjör, báta, busl, EM- fótboltaleik, sveitaferð og náttfatapartý. Seinnipartinn fórum við í heimsókn á sveitabæinn Vatnsenda þar sem stelpurnar fengu að mjólka kýr, leika sér í heyinu, gefa heimalning að drekka auk þess að heilsa upp á kettling og hund. Til að toppa ferðina fengu þær far með Sveini bónda á heyvagni til baka og að sjálfsögðu var sungið Hólavatnslög alla leiðina til baka. Eftir kvöldvöku ætti dagurinn að öllu jöfnu að vera lokið en þeim að óvörum tók við náttfatapartý með tilheyrandi dansi, leikþáttum og sprelli. Ánægðar og þreyttar stúlkur lögðust til svefns í kvöld.
Hér eru nokkrar myndir frá því í dag.
Bestu kveðjur,
Sólveig Reynisdóttir, forstöðukona.